Hleðsla rafhlöðunnar
Hlaða skal rafhlöðuna áður en höfuðtólið er tekið í notkun.
Viðvörun:
Aðeins skal nota hleðslutæki sem Nokia hefur samþykkt til notkunar með þessari
tilteknu gerð. Ef notaðar eru aðrar gerðir gæti öll ábyrgð og samþykki fallið niður og
slíkri notkun getur fylgt hætta. Notkun ósamþykktra hleðslutækja getur valdið
eldhættu, sprengingu eða haft aðra áhættu í för með sér.
1 Stingdu hleðslutækinu í samband við innstungu.
2 Tengdu snúru hleðslutækisins við tengi höfuðtólsins. Rauða stöðuljósið verður
grænt þegar rafhlaðan er fullhlaðin.
3 Hleðslutækið er fyrst tekið úr sambandi við höfuðtólið, síðan úr
rafmagnsinnstungunni.
Þegar hleðslutæki er tekið úr sambandi skal taka í klóna, ekki leiðsluna.
3
snið höfuðtóls (1.1), snið handfrjáls búnaðar (1.5). Leita skal upplýsinga hjá
Fullhlaðin rafhlaða endist í allt að 8 klst. í tali og allt að 150 klst. í biðstöðu. Ef eyrnatólið
er haft í höldunni er biðstöðutíminn allt að 3 mánuðir.
Þegar lítil hleðsla er á rafhlöðunni gefur höfuðtólið frá sér tón á fimm mínútna fresti og
rauða stöðuljósið blikkar. Ef raddáminningar eru virkar er hleðsla rafhlöðunnar gefin til
kynna með tali. Rauða stöðuljósið lýsir meðan á hleðslu stendur.
Hleðsla rafhlöðunnar könnuð
Gakktu úr skugga um að kveikt sé á höfuðtólinu og ýttu svo á . Grænt stöðuljós táknar
að næg hleðsla er til staðar. Ef ljósið er gult gæti þurft að hlaða rafhlöðuna bráðlega. Ef
ljósið er rautt skaltu hlaða rafhlöðuna.