Kveikt og slökkt á höfuðtólinu
Kveikt
Taktu eyrnatólið úr höldunni. Við það heyrist tónn og grænt stöðuljós blikkar.
Ef höfuðtólið hefur aldrei verið parað við síma eða pörunum hefur verið eytt er kveikt
á pörunarstillingunni. Pörun og tenging höfuðtólsins við símann þinn tekur innan við 3
mínútur.
Ef þú hefur parað höfuðtólið áður tengist það síðasta síma sem það var parað við. Ef
höfuðtólið finnur ekki þann síma reynir það að finna næsta símann á listanum yfir pöruð
tæki. Ef höfuðtólið er ekki tengt við síma innan 30 mínútna slekkur það á sér.
Slökkt
Settu höfuðtólið aftur í hölduna. Höfuðtólið gefur frá sér tón og rautt stöðuljós blikkar
einu sinni. Öllum símtölum er slitið.