Notkun á eyra
Taktu eyrnatólið úr höldunni og stingdu því varlega inn í eyrað til að nota höfuðtólið.
Sjálfkrafa kviknar á höfuðtólinu.
Þegar höfuðtólið er ekki í notkun skal geyma eyrnatólið í höldunni. Ýttu eyrnatólinu
tryggilega í hölduna svo það detti ekki úr. Sjálfkrafa slokknar á höfuðtólinu.
Ábending: Hafðu höfuðtólið alltaf við höndina - þú getur tyllt því á vasann, rétt eins og
kúlupenna.
Höfuðtólinu fylgja eyrnapúðar af ýmsum stærðum. Veldu þann púða sem hentar þér
best og er þægilegastur fyrir eyrað.
Skipt um eyrnapúða
Togaðu púðann sem fyrir er úr hlustinni og settu nýja púðann á sinn stað.
5