Pörun og tenging höfuðtólsins við síma
Para þarf og tengja höfuðtólið við samhæfan síma áður en hægt er að nota það.
1 Gakktu úr skugga um að slökkt sé á höfuðtólinu en kveikt á samhæfa símanum.
2 Ef höfuðtólið hefur aldrei verið parað við tæki eða pörunum hefur verið eytt skaltu
kveikja á höfuðtólinu.
Hafi höfuðtólið áður verið parað við annað tæki skaltu halda inni í 5 sekúndur.
Kveikt er á pörunarstillingu og blátt stöðuljós fer að blikka hratt.
3 Kveiktu á Bluetooth í símanum innan þriggja mínútna og stilltu hann á leit að
Bluetooth-tækjum. Frekari upplýsingar er að finna í notendahandbók símans.
4
4 Veldu höfuðtólið af listanum í símanum yfir þau tæki sem fundust.
5 Sláðu inn lykilorðið 0000, ef beðið er um það.
Þegar höfuðtólið er tengt við síma blikkar Bluetooth-ljósið rólega.
Hægt er að para höfuðtólið við allt að átta síma, en aðeins er hægt að tengja það við
tvo síma samtímis.
Í sumum símum gæti þurft að koma tengingunni á að pörun lokinni.
Ábending: Mistókst að tengja höfuðtólið við samhæfan síma? Gættu þess að höfuðtólið
sé hlaðið, að kveikt sé á því og það sé parað við símann.